Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 07. júlí 2018 06:00
Gunnar Logi Gylfason
Hazard var óstöðvandi gegn Brasilíu
Mynd: FIFA
Eden Hazard, fyrirliði belgíska landsliðsins, var óstöðvandi í gær í leik Belgíu og Brasilíu.

Hazard kláraði alla spretti sína með boltann í leiknum og var eina ráð varnarmanna Brasilíu að brjóta á honum.

Hazard tók 10 spretti með boltann framhjá mönnum í leiknum og er það meira en nokkur annar leikmaður hefur afrekað á þessu móti.

Hann hjálpaði liðinu að vinna Brasilíu 2-1 og komast í undanúrslit á Heimsmeistaramóti í fyrsta skipti í 32 ár en þar bíða Frakkar þeirra.









Athugasemdir
banner
banner
banner