banner
   lau 07. júlí 2018 15:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
HM: Svíþjóð lítil fyrirstaða fyrir England
England er komið í undanúrslit í <b>fyrsta skipti í 28 ár!</b>
England er komið í undanúrslit í fyrsta skipti í 28 ár!
Mynd: Getty Images
Þessi var geggjaður í dag.
Þessi var geggjaður í dag.
Mynd: Getty Images
Svíþjóð 0 - 2 England
0-1 Harry Maguire ('30 )
0-2 Dele Alli ('59 )

"It's coming home, it's coming home, it's coming, football's coming home" sungu enskir stuðningsmenn í stúkunni á Samara Arena í Rússlandi í dag. England var að vinna Svíþjóð í 8-liða úrslitunum og er komið í undanúrslit í fyrsta sinn frá 1990. England varð síðast Heimsmeistari árið 1966.

Stuðningsmönnum Englands er byrjað að dreyma um að sjá Harry Kane lyfta bikarnum þann 15. júlí næstkomandi, eitthvað sem var mjög fjarlægur draumur fyrir nokkrum vikum.

Frekar auðveldur sigur - Pickford góður
England mætti Svíþjóð núna áðan og er ekki hægt að segja annað en að sigurinn hafi verið frekar auðveldur fyrir Englendinga.

Harry Maguire kom Englandi yfir á 30. mínútu með skalla eftir hornspyrnu. Þetta var hans fyrsta landsliðsmark og glöddust meðlimir í aðdáendaklúbbi hans á Íslandi mjög.

Staðan var 1-0 í hálfleik, sanngjarnt. Eftir um stundarfjórðung í seinni hálfleiknum skoraði Dele Alli annað mark Englands eftir undirbúning Jesse Lingard, 2-0.

Svíar fengu ágætis tækifæri til að svara en Jordan Pickford sá við öllu. Hann var virkilega flottur í dag eins og flestir aðrir leikmenn Englands. Lokatölur 2-0 fyrir England.


Hvað þýða þessi úrslit?
England er að fara að spila annað hvort við Rússland eða Króatíu í undanúrslitunum. Rússland og Króatía mætast klukkan 18:00.

Þessi úrslit þýða það líka að það er allt að fara að verða vitlaust í Englandi og já, fótboltinn er kannski að koma heim!
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner