Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 07. júlí 2018 21:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
Klopp: Fabinho þarf tíma
Keita stóð sig þokkalega í dag. Hann lék sinn fyrsta leik ásamt Fabinho.
Keita stóð sig þokkalega í dag. Hann lék sinn fyrsta leik ásamt Fabinho.
Mynd: Getty Images
Það var ekki bara enska landsliðið sem var á ferðinni í dag því að Liverpool mætti Chester í æfingarleik þar sem úrvalsdeildarfélagið fór með sigur af hólmi.

Jurgen Klopp var ánægður að sjá nýja leikmenn sína fá að spreyta sig í fyrsta skiptið í treyju þeirra rauðu. Hann viðurkennir að það muni taka þá tíma að koma sér inn í aðstæður.

Þetta er erfitt fyrir þá. Þú veist að við mælum alltaf hjartslátt og ef þú talar ekki tungumálið ertu alltaf með púls upp á 100 þegar þú hlustar á mig,” grínaðist Klopp.

Fabinho í dag, þetta var ekki nægilega góður hálfleikur og hann var í vandræðum að koma sér inn í leikinn. Naby gerði mun betur í seinni hálfleik en svona er þetta. Naby kemur frá Leipzig og þekkir hugmyndafræðina, hún er mjög svipuð.”

Monaco spilaði allt öðruvísi stíl svo að Fabinho þarf líklega lengri tíma til þess að aðlagast. Ef þú vilt vera hluti af hópnum okkar þarftu að vera góður og þessir tveir eru það. ”
Athugasemdir
banner
banner
banner