lau 07. júlí 2018 23:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
Neymar segir tapið gegn Belgíu sorglegustu stund ferilsins
Neymar liggur í grasinu.
Neymar liggur í grasinu.
Mynd: Getty Images
Neymar segir tapið gegn Belgíu í 8-liða úrslitum heimsmeistaramótins vera sorglegustu stund ferilsins.

Brasilía þótti eitt sigurstranglegasta lið mótsins en duttu úr leik síðastliðinn föstudag eftir frábæran leik við Belgíu.

Neymar tjáði sig á Instragram eftir leik og sagði það vera ótrúlega sársaukafullt að detta út, sérstaklega þar sem þeir vissu að þeir gætu farið lengra og skrifað söguna.

Neymar fékk töluverða gagnrýni á sig fyrir að liggja lengi í grasinu eftir tæklingar á mótinu, andstæðingar hans sökuðu hann ítrekað um leikaraskap.

Neymar er því kominn í sumarfrí. Það verður áhugavert að fylgjast með lífi leikmannsins á næstu misserum þar sem framtíð hans er óljós, talið er að hann vilji yfirgefa PSG fái hann tækifæri til þess að vera aðalmaðurinn hjá Real Madrid.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner