Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 07. júlí 2018 14:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi-deildin: Tvö rauð og þrjú mörk í sigri FH
Steven Olsen og Brandur skoruðu fyrir FH.
Steven Olsen og Brandur skoruðu fyrir FH.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Brynjar fékk rautt á sínum gamla heimavelli.
Brynjar fékk rautt á sínum gamla heimavelli.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Pétur fékk líka beint rautt.
Pétur fékk líka beint rautt.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH 2 - 1 Grindavík
1-0 Steven Lennon ('31 , víti)
2-0 Brandur Hendriksson Olsen ('57 )
2-1 Rodrigo Gomes Mateo ('75 )
Rautt spjald: Brynjar Ásgeir Guðmundsson, Grindavík ('30), Pétur Viðarsson, FH ('47)
Lestu nánar um leikinn

FH og Grindavík mættust í hádegisleik í Pepsi-deild karla í dag. Bæði lið höfðu tapað síðasta leik sínum fyrir þennan leik og voru staðráðin í að komast aftur á sigurbraut.

Frábær tíðindi fyrir FH
Þeir fréttir bárust fyrir leikinn að varnarmaðurinn sterki Eddi Gomes væri kominn aftur til FH. Hann mun klára tímabilið með Hafnarfjarðarfélaginu.

Eddi mætti strax í hóp hjá FH og kom inn á sem varamaður á 63. mínútu leiksins.

Eddi kemur á láni frá kínverska félaginu Henan Jinaye en hann var í láni hjá FH frá því í febrúar og búist var við því að hann væri að spila sinn síðasta leik gegn Víkingi 14. júní. Hann er hins vegar mættur aftur núna sem eru frábær tíðindi fyrir FH, en það vakti mikla athygli þegar FH fékk Eddi á láni í lok febrúar. Hinn 29 ára gamli Eddi var einn besti varnarmaðurinn í dönsku úrvalsdeildinni áður en Henan Jianye í Kína keypti hann árið 2015.

Hann hefur spilað frábærlega í þeim leikjum sem hann hefur fengið með FH.

Nóg af drama í Krikanum
Það dró fyrst til tíðinda í Kaplakrika í dag á 30. mínútu þegar vítaspyrna var dæmd á Grindavík. Brynjar Ásgeir Guðmundsson, fyrrum leikmaður FH, fékk beint rautt spjald og Grindavík einum færri og nokkrum sekúndum síðar lentu þeir einu marki undir þar sem Steven Lennon skoraði af punktinum.

Staðan var 1-0 í hálfleik en seinni hálfleikur fór af stað með látum.

Aftur varð jafnt í liðum þegar Pétur Viðarsson, varnarmaður FH, fékk að líta beint rautt spjald frá Ívari Orra dómara. Samkvæmt fréttaritara okkar á vellinum var spjaldið vafasamt, rétt eins og rauða spjaldið sem Grindavík fékk.

Á 57. mínútu komust FH-ingar í 2-0 þegar Færeyingurinn Brandur Olsen skoraði eftir undirbúning frá Atla Guðnasyni og staða Grindvíkinga orðin mjög slæm.

Grindvíkingar gáfust hins vegar ekki upp og minnkuðu muninn þegar stundarfjórðungur var eftir, Rodrigo Gomes Mateo með markið. Grindavík komst þó ekki lengra.

FH náði að halda út og afar mikilvægur sigur þeirra staðreynd.

Hvað þýða úrslitin?
FH er í þriðja sæti með 19 stig, sex stigum frá toppliði Vals. Grindavík hefur aftur á móti tapað þremur af síðustu fjórum og er í fimmta sæti með 17 stig.
Athugasemdir
banner
banner