Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 07. júlí 2018 17:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Þetta er ótrúleg tilfinning"
Southgate var auðvitað ánægður með sigurinn.<
Southgate var auðvitað ánægður með sigurinn.<
Mynd: Getty Images
Gareth Southgate er maðurinn sem er búinn að stýra Englandi í undanúrslitin á HM í fyrsta sinn frá árinu 1990. Hann segir tilfinninguna vera ótrúlega.

„Ég vona að allir heima muni njóta kvöldsins því þetta gerist ekki alltof oft," sagði Southgate eftir 2-0 sigur á Svíþjóð í dag.

„Þetta er ótrúleg tilfinning."

„Við vissum að við yrðum mikið með boltann og þetta snerist um að brjóta þá niður vegna þess að Svíþjóð er mjög skipulagt lið. Í gegnum árin höfum við vanmetið Svíþjóð en við gerðum það ekki í dag."

„Var ekki fæddur þá"
Jordan Pickford var frábær í marki Englendinga, hann var besti maður vallarins að mati Sky Sports.

„Ég var ekki fæddur síðast þegar England komst í undanúrslitin HM," sagði Pickford kíminn eftir leik. Þess má geta að hann er fæddur árið 1994, fjórum eftir að England komst síðast í undanúrslitin á HM.

„Við höfum alltaf sagt að við munum taka einn leik í einu, við getum skapað okkar eigin sögu."

England mætir annað hvort Króatíu eða Rússlandi í undanúrslitunum. Leikur Króatíu og Rússlands hefst 18:00.
Athugasemdir
banner
banner
banner