Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 07. júlí 2018 19:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
West Ham búið að bjóða í Andriy Yarmolenko
Yarmolenko á ferðinni með landsliði Úkraínu.
Yarmolenko á ferðinni með landsliði Úkraínu.
Mynd: Getty Images
West Ham hefur gert tilboð í Andriy Yarmolenko, leikmann Borussia Dortmund í þýsku úrvalsdeildinni.

Talið er að Dortmund hafi samþykkt tilboðið í leikmanninn og að Yarmolenko eigi aðeins eftir að standast læknisskoðun og fá atvinnuleyfi í Englandi.

Yarmolenko gekk til liðs við Dortmund fyrir síðasta tímabil og kostaði félagið 23 milljónir punda. Hann spilaði 30 leik á tímabilinu, þar af 21 sem byrjunarliðsmaður. Hann skoraði sex mörk á tímabilinu og aðstoðaði Dortmund við að landa fjórða sæti deildarinnar.

Þá er West Ham á fullu að næla sér í nýja leikmenn og eru einnig í viðræðum við Sporting Lisbon um kaup á miðjumanninum Bruno Fernandes fyrir 20 milljónir punda.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner