Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 07. júlí 2019 18:47
Elvar Geir Magnússon
Aron fer út eftir Evrópuleikina
Aron Bjarnason.
Aron Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í viðtali við Hörð Magnússon á Stöð 2 Sport sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Blika, að Aron Bjarnason væri búinn að semja um kaup og kjör við Újpest í Ungverjalandi en myndi þó ekki fara út fyrr en 22. júlí.

Aron er meðal varamanna hjá Breiðabliki sem mætir HK núna klukkan 19:15.

Hann nær því Evrópuleikjunum tveimur gegn Vaduz frá Liechtenstein áður en hann heldur út og einnig deildarleik gegn Grindavík sem er 21. júlí.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leiknum

„Það er búið að selja hann. Hann er búinn að vera frábær með okkur í sumar og það er mikill missir af honum, en við erum með góðan hóp og núna er það fyrir aðra að stíga upp og standa sig," sagði Ágúst við BlikarTV fyrir leikinn.

„Hann á þetta skilið, að fá sénsinn að fara út og við ákváðum að leyfa honum það. Hann vildi það og félagið sem er að fá hann er spennt að fá hann og buðu okkur gott verð. Við ákváðum það að leyfa honum að fara."

Újpest hafnaði í fimmta sæti ungversku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. Félagið hefur alls 20 sinnum orðið ungverskur meistari.
Athugasemdir
banner
banner
banner