Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 07. júlí 2019 18:18
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið Breiðabliks og HK: Gunnleifur byrjar - Gísli og Aron á bekknum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik og HK mætast 19:15 í Kópavogsslag í Pepsi Max-deildinni.

Blikar eru í öðru sæti Pepsi Max-deildarinnar og ekkert annað í boði hjá þeim en að taka öll stigin til að halda í við topplið KR. Eftir sigur gegn ÍBV í gær eru KR-ingar með sjö stiga forystu.

HK þarf líka á öllum þremur stigunum að halda! Það í baráttunni um að halda sæti sínu í deildinni. HK-ingar eru með 8 stig og eru þremur stigum frá öruggu sæti.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leiknum

Breiðablik hefur misst einn sinn besta leikmann. Ágúst Gylfason sagði í viðtali fyrir leikinn að Aron Bjarnason sé farinn til Ungverjalands þar sem hann gengur í raðir Újpest. Líklega verður gengið frá því í vikunni.

Athygli vekur að Aron er þó skráður á bekkinn hjá Breiðabliki.

Arnar Sveinn Geirsson, bakvörður Breiðabliks, verður ekki með í Kópavogsslagnum í kvöld vegna leikbanns.

Gunnleifur Gunnleifsson er í byrjunarliði Blika en Gísli Eyjólfsson byrjar á bekknum.

Byrjunarlið Breiðabliks:
1. Gunnleifur Gunnleifsson (m)
4. Damir Muminovic
5. Elfar Freyr Helgason
9. Thomas Mikkelsen
10. Guðjón Pétur Lýðsson
11. Höskuldur Gunnlaugsson
20. Kolbeinn Þórðarson
21. Viktor Örn Margeirsson
25. Davíð Ingvarsson
30. Andri Rafn Yeoman
45. Brynjólfur Darri Willumsson

Byrjunarlið HK:
25. Arnar Freyr Ólafsson (m)
2. Ásgeir Börkur Ásgeirsson
3. Hörður Árnason
4. Leifur Andri Leifsson (f)
6. Birkir Valur Jónsson
7. Ásgeir Marteinsson
10. Bjarni Gunnarsson
18. Atli Arnarson
22. Arnþór Ari Atlason
24. Björn Berg Bryde
29. Valgeir Valgeirsson

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leiknum
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner