Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 07. júlí 2019 13:44
Brynjar Ingi Erluson
Crystal Palace að ganga frá kaupum á Ayew
Jordan Ayew í leik með Palace á leiktíðinni
Jordan Ayew í leik með Palace á leiktíðinni
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Crystal Palace er að ganga frá kaupum á Jordan Ayew, leikmanni Swansea City í ensku B-deildinni. Þetta kemur fram á BBC í dag.

Ayew er 27 ára gamall framherji en hann eyddi síðustu leiktíð á láni frá Swansea hjá Palace.

Hann lék 24 deildarleiki og skoraði 2 mörk en Palace er nú að ganga frá kaupum á leikmanninum.

Kaupverðið er talið vera 2,5 milljónir punda með bónusum og er búist við að Palace staðfesti kaupin eftir Afríkukeppnina.

Ayew er með Gana í Afríkukeppninni en liðið spilar gegn Túnis í 16-liða úrslitum á morgun.

Andre Ayew, bróðir Jordan, er einnig á förum frá Swansea en félagið vill lækka launakostnað. Jefferson Montero og Borja Baston eru einnig sagðir á förum frá velska félaginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner