Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 07. júlí 2019 11:39
Hafliði Breiðfjörð
Diego Costa til Everton - Pogba týndur
Powerade
Verður Diego Costa leikmaður Everton?
Verður Diego Costa leikmaður Everton?
Mynd: Getty Images
Þá er komið að daglegum slúðurpakka í boði Powerade þar sem við tökum saman það helsta úr ensku slúðurblöðunum.

Farhad Moshiri eigandi Everton vill kaupa Diego Costa framherja Atletico Madrid enda ákveðinn í að gefa yfirlýsingu með leikmannakaupum sumarsins. (Mail on Sunday)

Stjórnendur Man Utd vita ekki hvort Paul Pogba komi með í æfingaferðina til Ástralíu og segjast ekki hafa hugmynd um hvar hann er. (Sunday Mirror)

Pep Guardiola stjóri Man City mun bjóða Fernandinho miðjumanni liðsins nýjan samning þrátt fyrir a hafa keypt Rodri í stöðuna hans. (Sun)

Rafa Benítez fyrrverandi stjóri Newcastle segir að hann hafi tekið ákvörðun um framtíð sína hjá félaginu í maí en útilokar ekki að snúa aftur í ensku deildina seinna. (Mail)

David de Gea mun gera nýjan samning við Man Utd sem skilar honum 350 þúsund pundum í vikulaun og gildir til fimm ára. (Sunday Mirror)

Man Utd er eina félagið sem hefur áhuga á að semja við Harry Maguire leikmann Leicester en kaupverðið er þó 85 milljónir punda. (Sun)

Arsenal hefur áhuga á Ryan raser kantmanni Bournemouth ef þeim tekst ekki að fá Wilfried Zaha frá Crystal Palace. (Sunday Mirror)

Manuel Neuer markvörður þýska landsliðsins íhugar að yfirgefa Bayern Munchen í sumar. (Sudeutsche Zeitung)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner