Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 07. júlí 2019 18:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Eigum að biðja um tvöfalt hærri laun fyrir þær"
Bandaríska kvennalandsliðið vill fá jafnmikið borgað og karlalandsliðið.
Bandaríska kvennalandsliðið vill fá jafnmikið borgað og karlalandsliðið.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Bandaríska kvennalandsliðið er magnað. Þær urðu Heimsmeistarar í fjórða sinn og annað sinn í röð er þær unnu Holland 2-0 í úrslitaleiknum í Frakklandi í dag.

Bandaríska kvennalandsliðið er að berjast fyrir því að fá jafnmikið borgað frá bandaríska knattspyrnusambandinu og karlalandsliðið. Þrátt fyrir að hafa náð miklu betri árangri fær kvennalandsliðið samt minna borgað.

Karlalandsliðið komst ekki á síðasta HM á meðan kvennalandsliðið hefur unnið HM tvisvar í röð og fjórum sinnum í heildina.

Í mars á þessu ári höfðuðu leikmenn úr sigurliði HM 2015 málsókn gegn bandaríska knattspyrnusambandinu. Málsóknin snýr að kynjamisrétti. Leikmenn bandaríska kvennalandsliðsins vilja sömu laun og karlalandsliðið, einnig sömu umgjörð í kringum liðið.

Seint í síðasta mánuði staðfesti talsmaður bandaríska knattspyrnusambandsins við ABC News að kvennalandsliðið og sambandið ætli sér að ræða saman eftir keppnina. Það er vonandi að lausn finnist.

Eftir leikinn í dag var kallaður úr stúkunni: „jöfn laun, jöfn laun."

Breski blaðamaðurinn Oliver Holt skrifar þá á Twitter: „Sigur Bandaríkjana styrkir þeirra mál um að fá jöfn laun og karlaliðið. Kvennalandsliðið laðar fólk að. Í liðinu eru leikmenn eins og Rapinoe sem er stærri nafn en allir í karlaliðinu. Þær eru raðsigurvegarar. Sé enga ástæðu fyrir því af hverju þær ættu ekki að fá jöfn laun."

Bandaríska þingkonan Alexandria Ocasio-Cortez skrifar: „Á þessum tímapunkti eigum við ekki að biðja um jöfn laun - við eigum að biðja um tvöfalt hærri laun fyrir þær."

Bandaríska landsliðið er ekki aðeins búið að ná frábærum árangri. Liðið er líka gríðarlega vinsælt. Treyja bandaríska kvennalandsliðsins er sú mest selda, á einu tímabili, í sögu vefsíðu Nike.

Sjá einnig:
Bandaríska treyjan sú mest selda í sögu Nike.com







Athugasemdir
banner