Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 07. júlí 2019 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
HM kvenna í dag - Úrslitaleikurinn sýndur á RÚV
Bandaríkin getur orðið önnur þjóð sögunnar til að vinna HM kvenna tvisvar í röð.
Bandaríkin getur orðið önnur þjóð sögunnar til að vinna HM kvenna tvisvar í röð.
Mynd: Getty Images
Úrslitaleikur HM kvenna fer fram í dag og verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV.

Þar eigast ríkjandi heimsmeistarar, Bandaríkin, og ríkjandi Evrópumeistarar, Holland, við í hörkuslag.

Holland sigraði Japan, Ítalíu og Svíþjóð á leið sinni í úrslitaleikinn á meðan Bandaríkin fóru í gegnum Spán, heimamenn í Frakklandi og England.

Liðin hafa mæst tvisvar á undanförnum árum og í bæði skipti í æfingaleikjum. Bandaríkin vann báða leikina 3-1.

Leikur dagsins:
15:00 Bandaríkin - Holland (RÚV)
Athugasemdir
banner