Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 07. júlí 2019 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Lacazette og Auba: Þurfum að spila í Meistaradeildinni
Mynd: Getty Images
Arsenal missti af Meistaradeildarsæti í ensku úrvalsdeildinni þriðja árið í röð og tapaði fyrir erkifjendunum í Chelsea í úrslitaleik Evrópudeildarinnar.

Pierre-Emerick Aubameyang og Alexandre Lacazette eru helsta ástæðan fyrir því að ekki fór verr. Lacazette gaf viðtal við FourFourTwo á dögunum og sagði þar að félagið ætti að leggja alla áherslu á að ná Meistaradeildarsæti á næsta tímabili. Það ætti að hvíla lykilmenn í bikarkeppnum.

„Félag eins og Arsenal þarf að spila í Meistaradeildinni á hverju tímabili. Við getum byrjað að hugsa um að vinna titla eftir nokkur ár, fyrst þurfum við að festa okkur í sessi í Meistaradeildinni," sagði Lacazette.

Aubameyang tók undir. „Það verður að vera aðalmarkmið Arsenal á hverju tímabili. Þegar maður mætir aftur til æfinga þá tala allir um Meistaradeildina. Við viljum heyra Meistaradeildarlagið aftur, það er kominn tími til. Við höfum gæðin til að vera samkeppnishæfir."
Athugasemdir
banner
banner
banner