sun 07. júlí 2019 20:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho hafnaði risatilboði frá Kína
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, fyrrum stjóri Manchester United, hafnaði 100 milljón evra samningi frá Kína. Þetta herma heimildir Sky Sports.

Mourinho er sagður hafa rætt við ríkasta mann Kína, Hui Ka Yan, um að taka við þjálfun Guangzhou Evergrande af Fabio Cannavaro.

Sagt er að Guangzhou Evergrande hafi verið tilbúið að bjóða Mourinho um 30 milljónir evra á ári auk bónusa.

Að sögn ESPN hefði hann orðið launahæsti knattspyrnustjóri sögunnar hefði hann tekið tilboðinu.

Mourinho, sem var rekinn frá Manchester United í desember síðastliðnum, ákvað hins vegar að hafna tilboðinu þar sem hann vill starfa áfram í Evrópu og vinna Meistaradeildina í þriðja sinn.

Mourinho hafnaði einnig að taka við kínverska landsliðinu áður en Marcello Lippi sneri aftur til að taka við því starfi.

Auk þess að stýra Manchester United hefur hann meðal annars starfað fyrir Chelsea, Inter, Real Madrid og Porto.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner