Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 07. júlí 2019 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ntcham vill yfirgefa Celtic: Ekki hægt að verða betri hérna
Ntcham í baráttu við Tammy Abraham á EM U21 landsliða fyrr í sumar.
Ntcham í baráttu við Tammy Abraham á EM U21 landsliða fyrr í sumar.
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn Olivier Ntcham vill yfirgefa skosku meistarana Celtic og segist hafa verið gríðarlega svekktur þegar félagið hleypti honum ekki til Porto síðasta sumar.

Ntcham er 23 ára Frakki sem á rúmlega 50 leiki að baki fyrir yngri landslið Frakka og hefur leikið lykilhlutverk í liði Celtic frá komu sinni sumarið 2017.

Celtic keypti hann af Manchester City fyrir 5 milljónir punda, ári áður en samningur hans hefði runnið út. Hann ætlaði að yfirgefa félagið frítt í leit að spiltíma.

Hjá Man City var Ntcham lánaður til Genoa og á 37 leiki að baki í Serie A. Hann vill yfirgefa skoska boltann því hann telur sig ekki geta orðið að betri knattspyrnumanni þar.

„Ég verð að fara til að halda áfram að þróa leik minn. Við getum spilað eins marga leiki og við viljum en með fullri virðingu fyrir andstæðingum mínum þá er ekki hægt að verða betri hérna. Það eru ekki nógu mikil gæði," sagði Ntcham.

„Ég var mjög vonsvikinn að hafa ekki fengið að fara til Porto síðasta sumar."
Athugasemdir
banner
banner
banner