Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 07. júlí 2021 19:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bauluðu á þjóðsöng Dana
Enskir stuðningsmenn.
Enskir stuðningsmenn.
Mynd: EPA
Núna er í gangi stórleikur Danmerkur og Englands í undanúrslitum Evrópumótsins.

Eins og fyrir alla landsleiki voru þjóðsöngvar þjóðanna teknir fyrir leik.

Það vakti athygli á samfélagsmiðlum að enskir stuðningsmenn á Wembley - sem eru fjölmargir - ákváðu margir hverjir að baula á danska þjóðsönginn. Það heyrðist alla vega frekar vel heima í stofu.

Það er ljóst - miðað við viðbrögð á samfélagsmiðlum - að mörgum finnst þetta ljótt og leiðinlegt.

Leikurinn fer fram á Wembley í London og því margir enskir stuðningsmenn á vellinum. Þetta er ekki í fyrsta sinn á mótinu þar sem enskir stuðningsmenn baula á þjóðsögn andstæðingsins.






Athugasemdir
banner
banner
banner