Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 07. júlí 2021 20:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Framlenging á Wembley - Danir mjög þreyttir
Mynd: EPA
Það verður framlengt í seinni undanúrslitaviðureign Evrópumótsins þar sem Danmörk og England eigast við.

Danmörk komst yfir í fyrri hálfleik þegar Mikkel Damsgaard skoraði beint úr aukaspyrnu. Englendingar svöruðu því vel og jöfnuðu metin fyrir leikhlé með sjálfsmarki Simon Kjær.

Seinni var hálfleikurinn var algjörlega eign Englendinga. Danir hafa þurft að ferðast víðs vegar um Evrópu síðustu vikur á meðan Englendingar hafa haft það notalegt að mestu heima fyrir. Englendingar hafa spilað fimm af sex leikjum sínum á Wembley.

Núna er framlenging að hefjast á næstu sekúndum en það er augljóst að Danir eru mjög þreyttir. Það verður erfitt fyrir þá að halda þessu en það verður að koma í ljós hvað gerist. Þetta verður alla vega mjög spennandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner