Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 07. júlí 2021 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Frekar skrítið að tala um svona leik í 2. deild"
Fáskrúðsfirðingar.
Fáskrúðsfirðingar.
Mynd: Haukur Gunnarsson
Njarðvík vann ótrúlegan sigur gegn Leikni Fáskrúðsfirði í 2. deild karla um síðustu helgi.

Njarðvíkingar niðurlægðu Fáskrúðsfirðinga og skoruðu níu mörk gegn einu. Kenneth Hogg og Magnús Þórðarson skoruðu báðir þrennu.

Njarðvíkingar leiddu með fimm mörkum þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Kenneth Hogg gerði fyrsta markið eftir fjórar mínútur og fjórum mínum síðar var Einar Orri Einarsson og Hogg báðir búnir að skora og staðan 3-0.

Bergþór Ingi Smárason og Magnús Þórðarson bættu við tveimur mörkum áður en hálfleikurinn var úti. Í þeim síðari hélt veislan áfram.

„Það er eiginlega bara frekar skrítið að tala um svona leik í 2. deild," sagði Sverrir Mar Smárason í hlaðvarpsþættinum Ástríðunni.

„Þetta var niðurlæging af verstu gerð. Það sem Leiknir Fáskrúðsfirði býður upp á ekki að sjást, að tapa 9-1."

„Var ekki bara Njarðvík á sínum degi og Leiknismenn mættu ekki úr fluginu? Þeir borguðu flugið, mættu í leikinn en mættu samt ekki í leikinn," sagði Óskar Smári Haraldsson.

Það vantaði sterka pósta í lið Leiknis. „Hvað með það? Þú tapar ekki 9-1! Njarðvík á það yfirleitt til að slaka á, þeir gera það yfirleitt en þarna er þeim hleypt í það að rúlla yfir leikinn," sagði Sverrir.

„Mér finnst ógeðslega erfitt að koma hingað eftir að hafa spáð þessum leik í jafntefli," sagði Gylfi Tryggvason.

Hægt er að hlusta á allan þáttinn hér að neðan. Þar ræðir Óskar Smári um að Brynjar Skúlason sé rétti þjálfarinn til að hafa í þessari stöðu, þeir geti ekki gert neitt nema betur í næsta leik.
Ástríðan - Óskar Smári mætti og reif kjaft
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner