Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 07. júlí 2021 14:00
Elvar Geir Magnússon
Grealish væri meðal fyrstu nafna á blað hjá Mourinho
Jack Grealish.
Jack Grealish.
Mynd: EPA
Samkvæmt enskum fjömiðlum mun Gareth Southgate landsliðsþjálfari Englands gera eina breytingu á byrjunarliði sínu fyrir undanúrslitaleikinn gegn Danmörku sem verður í kvöld.

Bukayo Saka kemur þá inn í liðið en hérna má sjá enska liðið eins og búist er við að því verði stillt upp á Wembley.

Jack Grealish, fyrirliði Aston Villa, byrjar þá væntanlega á bekknum.

Jose Mourinho, stjóri Roma, segir við TalkSport að ef hann væri landsliðsþjálfari væri Grealish eitt fyrsta nafn á blað.

„Allir vita að ég er mikill aðdáandi Grealish," segir Mourinho.

„Ég er hrifinn af leikmanninum því hann er aldrei í felum, hann skapar vandræði fyrir varnarmenn andstæðingana og er hugrakkur."

„Þegar lið er öruggt varnarlega eins og England, sérstaklega með Declan Rice og Kalvin Phillips fyrir framan varnarlínuna þá þarftu að hafa mann eins og Grealish."

„Gareth virðist samt ekki líta á hann sem kost í byrjunarliðið. En Gareth hefur rétt fyrir sér, sérstaklega ef England vinnur mótið. Ég væri til í að sjá Grealish byrja en svo verður væntanlega ekki."
Athugasemdir
banner
banner
banner