mið 07. júlí 2021 19:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Himinlifandi að hann sé valinn í markið hjá Englendingum"
Jordan Pickford.
Jordan Pickford.
Mynd: EPA
Jordan Pickford hefur átt fínasta Evrópumót, þangað til í kvöld.

England er að spila við Danmörku í undanúrslitunum og er staðan 1-1 í hálfleik. Pickford hefur virkað mjög stressaður í fyrri hálfleik og var hann heppinn að gefa Dönum ekki mark snemma leiks þegar hann kastaði boltanum beint í fætur á leikmanni Dana.

Mikkel Damsgaard kom Danmörku yfir með marki beint úr aukaspyrnu. Ólafur Kristjánsson, sérfræðingur Stöð 2 Sport og stuðningsmaður danska liðsins, er á því að Pickford hefði átt að verja skotið.

„Hann á að verja þetta," sagði Ólafur í hálfleik. „Í þessum leik er hann búinn að vera slakasti maður vallarins. Hann á að verja þetta allan daginn. Þetta er ekki upp í hornið."

„Ég er himinlifandi að hann sé valinn í markið hjá Englendingum, förum ekki í felur með það," sagði Ólafur.

Þess ber þó að geta að Pickford hafði ekki fengið á sig mark í mótinu fyrir leikinn í kvöld og bætti hann 55 ára gamalt met Gordon Banks áður en markið kom. Hann er sá enski landsliðsmarkvörður sem hefur haldið lengst samfleytt hreinu eða í 721 mínútu. Fyrra metið var 720 mínútur og því mátti ekki miklu muna.

Hér að neðan má sjá markið.


Athugasemdir
banner
banner
banner