Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 07. júlí 2021 09:30
Fótbolti.net
Rasmus og Birkir ekki með í næsta deildarleik Vals
Rasmus Christiansen.
Rasmus Christiansen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Topplið Vals í Pepsi Max-deildinni verður án Rasmus Christiansen og Birkis Heimissonar í næsta deildarleik sínum. Þeir eru búnir að safna fjórum spjöldum á haus og þurfa því að fara í leikbann.

Valur er að fara að mæta Dinamo Zagreb í forkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld en næsti deildarleikur liðsins verður gegn botnliði ÍA þann 17. júlí og þá verða Rasmus og Birkir í leikbanni.

Næsti leikur Skagamanna er botnbaráttuslagur gegn Leikni í Breiðholtinu næsta mánudag. Breski varnarmaðurinn Alex Davey verður ekki með ÍA í þeim leik vegna uppsafnaðra áminninga.

Á sama tíma mætast KR og Keflavík en Grétar Snær Gunnarsson er kominn með fjögur gul og verður ekki með KR í þeim leik. Kristján Flóki Finnbogason verður einnig í leikbanni þar sem hann fékk rautt í sigrinum gegn KA.

Í Lengjudeildinni verður topplið Fram án tveggja leikmanna vegna leikbanna þegar liðið heimsækir Aftureldingu á föstudag. Alex Freyr Elísson og Aron Þórður Albertsson verða fjarri góðu gamni.

Arnar Þór Helgason, leikmaður Gróttu, er kominn í þriggja leikja bann og Kristófer Melsted verður einnig í banni þegar Seltirningar heimsækja ÍBV á föstudag.

Davíð Þór Ásbjörnsson og Leonard Sigurðsson, leikmenn Kórdrengja, verða í banni í heimaleik gegn Vestra á laugardaginn. Vladimir Tufegdzic tekur út leikbann hjá gestunum.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner