Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 07. júlí 2021 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rúnar Már skoraði glæsilegt mark í Meistaradeildinni
Rúnar Már
Rúnar Már
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Már Sigurjónsson var á skotskónum í gær þegar lið hans CFR Cluj lagði Borac Banja Luka í fyrstu umferð forkeppni Meistaradeildarinnar.

Cluj er frá Rúmeníu og Borac frá Bosníu og Hersegóvínu. Leikið var í Cluj í gær.

Rúnar skoraði þriðja mark Cluj eftir undirbúning frá Ciprian Ioan Deac á 60. mínútu leiksins og kom Cluj í 3-1 í leiknum. Það urður lokatölur leiksins.

Markið var virkilega glæsilegt en Ciprian átti flotta vippu inn fyrir á Rúnar sem tók hamraði boltanum upp í fjærhorni með skoti vinstra megin úr teignum. Markið má sjá í spilaranum hér að neðan.

Þá var Elías Már Ómarsson á skotskónum í gær þegar hann skoraði sjötta mark Excelsior í æfingaleik gegn SV Heinenoord. Markið kom á 80. mínútu leiksins.


Athugasemdir
banner
banner
banner