mið 07. júlí 2021 01:30
Elvar Geir Magnússon
Spænskir fjölmiðlar: Féllu út með sæmd
Mynd: Marca
Spænskir fjölmiðlar fara fögrum orðum um landslið sitt sem tapaði gegn Ítalíu í vítaspyrnukeppni í undanúrslitum EM alls staðar.

Marca segir á forsíðu sinni að spænska liðið hafi fallið út með sæmd og kveðji EM án þess að hafa tapað leik. Spánn hafi verið betra liðið í leiknum en Ítalía haft heppnina á sínu bandi í vítakeppninni.

AS segir að Spánn hafi átt skilið að komast í úrslitaleikinn og segir að Luis Enrique, þjálfari liðsins, hafi gefið sínum mönnum 9 af 10 í einkunn fyrir frammistöðuna.

Mundo Deportivo er með mynd af vítaklúðri Alvaro Morata á forsíðunni og fyrirsögnina 'Finito' eða 'Endirinn'. Blaðið tekur í svipaðan streng með að spænska liðið hafi verið betra liðið í leiknum.
Athugasemdir
banner
banner