Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   mið 07. júlí 2021 19:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svíþjóð: Diljá að fara á kostum með meistaraliðinu
Diljá Ýr Zomers.
Diljá Ýr Zomers.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Diljá Ýr Zomers var á skotskónum annan leikinn í röð þegar sænska meistaraliðið Häcken vann öruggan 0-3 útisigur gegn Linköping í úrvalsdeildinni í dag.

Diljá, sem er fædd 2001, gekk í raðir Häcken frá Val fyrir tímabilið og hún hefur komið öflug inn í liðið sem varð meistari á síðustu leiktíð.

Hún skoraði annað mark Häcken í dag en hún spilaði allan leikinn. Häcken er í öðru sæti á eftir Rosengård.

Sjá einnig:
Häcken kaupir Diljá - „Ekkert sem segir mér að þetta geti verið rangt skref"

Hið mikla Íslendingalið Kristianstad gerði markalaust jafntefli við Vittsjö. Sif Atladóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir spiluðu báðar 90 mínútur og uppbótartíma fyrir Kristianstad sem er í þriðja sæti. Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari liðsins.

Guðrún Arnardóttir lék í vörn Djurgården í öflugum 3-0 sigri á Piteå. Djurgården er núna komið upp í áttunda sæti með 11 stig. Hlín Eiríksdóttir lék ekki með Piteå en hún hefur verið að glíma við meiðsli.

Þá spilaði Hallbera Guðný Gísladóttir í vörn AIK í 1-0 tapi gegn Eskilstuna. Það hefur ekkert gengið hjá AIK að undanförnu en samt sem áður er liðið sex stigum frá fallsvæði. AIK hefur núna tapað fjórum í röð.
Athugasemdir
banner
banner