Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 07. júlí 2022 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Crewe
Viss um að Cecilía geti orðið aðalmarkvörður hjá Bayern
Cecilía heldur uppi stuðinu á æfingu í dag.
Cecilía heldur uppi stuðinu á æfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir skrifaði nýverið undir fjögurra ára samning við þýska stórveldið Bayern München.

Cecilía hefur nú skrifað undir fjögurra ára samning við Bayern, samningur sem gildir út júní 2026.

Cecilía er ein af þremur íslensku landsliðskonum hjá Bayern. Þær Glódís Perla Viggósdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir eru einnig samningsbundnar félaginu.

Glódís var spurð út í þetta skref Cecilíu fyrir landsliðsæfingu í Crewe í Englandi í dag.

„Mér líst mjög vel á þetta. Ég er búin að vita þetta svolítið lengi og var búin að gleyma að þetta var ekki búið að koma út," sagði Glódís.

„Hún er frábær markvörður og ég er viss um að hún muni gera góða atlögu að því að vera aðalmarkvörður í Bayern. Ég er spennt að fylgjast með hennar gengi þar. Ég held að hún geti orðið markvörður númer eitt."

Getur hún orðið markvörður númer eitt hjá þessu mikla stórveldi á næstu leiktíð?

„Aðalmarkvörðurinn er að koma til baka úr krossbandsslitum. Það fer eftir því hvernig það gengur. Cessa er frábær alhliða markvörður og er í frábæru umhverfi þarna. Það skiptir ekki öllu máli hvort hún verði númer eitt eða tvö, hún mun alltaf bæta sig."

Cecilía er bara 18 ára og er hún ein af yngstu leikmönnum Evrópumótsins í sumar.
Glódís Perla: Erum úti í sveit í einhverri höll
Athugasemdir
banner
banner