Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 07. ágúst 2018 09:00
Magnús Már Einarsson
Brynjar Björn: Hamren er góður félagslega
Icelandair
Erik Hamren verður næsti landsliðsþjálfari Íslands.
Erik Hamren verður næsti landsliðsþjálfari Íslands.
Mynd: Getty Images
„Mín upplifun af honum var góð að öllu leyti. Hann var góður þjálfari, með góða taktík og náði vel til leikmanna," segir Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, í viðtali í útvarpsþætti Fótbolta.net um helgina þegar hann var spurður út í Erik Hamren.

Hamren er að taka við íslenska landsliðinu en Brynjar spilaði undir hans stjórn hjá Örgryte í Svíþjóð á sínum tíma.

„Hann hélt vel utan um liðið í heild sinni, fjölskyldur og þannig. Hann er góður félagslega sem er mikilvægt fyrir íslenska landsliðið."

Klár í sama módelið
Brynjar telur að Hamren sé tilbúinn að halda áfram að byggja ofan á þá góða hluti sem hefur verið gert með íslenska landsliðið undanfarin ár.

„Ég held að hann sé opinn fyrir því að koma inn í módelið sem er búið að vera síðan Lars (Lagerback) tók við. Ég held að hann sé opinn að halda í þessi gildi og mögulega taktík. Ég held að hann sé til í að halda áfram á þeirri vegferð sem landsliðið hefur verið á undanfarin ár. Auðvitað verða alltaf einhverjar breytingar, mannabreytingar og taktík en hugarfarið og gildin sem landsliðið hefur búið til undanfarin ár þurfa að vera áfram til staðar."

Gæti séð Hamren kynna liðið á Ölver
Brynjar segist jafnvel sjá Hamren halda uppi þeirri hefð, sem Heimir Hallgrímsson skapaði, að mæta á Ölver fyrir leiki og kynna liðið fyrir stuðningsmenn.

„Ég gæti alveg séð það gerast. Ég lofa því ekki en það er alls ekki fjarlægt," sagði Brynjar.

Litlu munaði að Brynjar myndi spila undir stjórn Hamren hjá öðru félagi. „Ég var lengi í sambandi við hann eftir að ég hætti hjá Örgryte 1999 og fór næstum aftur til hans til Álaborg árið 2002 eða 2003 en þá fór ég til Watford," sagði Brynjar í útvarpsþætti Fótbolta.net.

Sjá einnig:
Álitið á Hamren í Svíþjóð ekki gott
Var Zlatan með Hamrén í vasanum?
„Myndu segja Íslandi að loka landamærunum út af Hamren"
Hamren þjálfaði Atla Svein - „Hef ekkert nema gott um hann að segja"
Hamren starfað í Suður-Afríku frá því í byrjun árs
Sundowns staðfestir að Hamren tekur við Íslandi
Aron Einar: Spenntur að vinna með öðrum Svía
Athugasemdir
banner
banner