Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 07. ágúst 2020 18:12
Aksentije Milisic
Meistaradeildin - Byrjunarlið: Foden byrjar - Dybala á bekknum
Mynd: Getty Images
Klukkan 19 hefjast tveir áhugaverðir leikir í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Á Etihad vellinum fær Manchester City spænska stórveldið Real Madrid í heimsókn en City vann fyrri leik liðanna með tveimur mörkum gegn einu á Santiago Bernabeu.

Áhugavert er að sjá að Phil Foden fær að byrja leikinn í kvöld hjá City og þá leiðir Gabriel Jesus sóknarlínunna en Sergio Aguero er meiddur. Fernandinho tekur miðvörðinn með Laporte og þá er Joao Cancelo einnig í byrjunarliðinu.

Hjá gestunum kemur Eder Militao inn í vörnina en Sergio Ramos er í leikbanni. Þrír fremstu hjá Real eru þeir Eden Hazard, Karim Benzema og Rodrygo.

Byrjunarlið Man City: Ederson, Walker, Fernandinho, Laporte, Cancelo, Rodrigo, Gundogan, De Bruyne, Foden, Sterling, Jesus.
(Varamenn: Bravo, Stones, Zinchenko, Bernardo, D.Silva, Mahrez, Otamendi, Garcia, Doyle, Harwood-Bellis, Palmer, Bernabe)

Real Madrid: Courtois, Carvajal, Militao, Varane, Mendy, Casemiro, Kroos, Modric, Hazard, Benzema, Rodrygo.
(Varamenn:Areola, Altube, Nacho, Marcelo, Valverde, Lucas Vazquez, Jovic, Asensio, Brahim, Isco, Vinicius Jr, Hernandez)

Í hinum leik kvöldsins fá ítölsku meistararnir í Juventus lið Lyon í heimsókn. Lyon leiðir einvígið með einu marki gegn engu eftir fyrri leik liðanna sem fór fram í febrúar mánuði og því verk að vinna fyrir Juventus.

Dybala byrjar á bekknum hjá heimamönnum þar sem Bernardeschi, Higuain og Ronaldo er í sókninni. Memphis Depay er búinn að jafna sig á krossbandslitum og er hann í byrjunarliði gestanna.

Juventus: Szczesny, Cuadrado, De Ligt, Bonucci, Sandro, Bentancur, Pjanic, Rabiot, Bernardeschi, Higuain, Ronaldo.
(Varamenn: Chiellini, Ramsey, Dybala, Danilo, Matuidi, Rugani, Demiral, Pinsoglio, Olivieri, Muratore, Buffon)

Lyon: Lopes, Denayer, Marcelo, Marcal, Dubois, Cornet, Guimaraes, Caqueret, Aouar, Ekambi, Memphis.
(Varamenn: Andersen, Rafael, Dembele, Traore, Mendes, Adelaide, Lucas, Bard, Tatarusanu, Tete, Diomande)

Leikir dagsins:
19:00 Man City - Real Madrid (Stöð 2 Sport)
20:00 Juventus - Lyon (Stöð 2 Sport 2)
Athugasemdir
banner
banner