fös 07. ágúst 2020 16:30
Magnús Már Einarsson
Sarri: Framtíð mín veltur ekki á þessum eina leik
Mynd: Getty Images
Maurizio Sarri, þjálfari Juventus, segir að framtíð sín hjá félaginu velti ekki á niðurstöðu leiksins gegn Lyon í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld.

Lyon er 1-0 yfir fyrir síðari leik liðanna á Ítalíu í kvöld.

„Ég tel að framtíð mín velti ekki á þessum leik. Ef þið hugsið þannig þá látið þið stjórnarmenn félagsins líta út fyrir að vera áhugamenn," sagði Sarri á fréttamannafundi í gær.

„Ég er með stjórnarmenn í hæsta gæðaflokki. Þeir ákveða hvort ég eigi að halda áfram eða hvort það eigi að breyta. Það veltur ekki á einum leik."

Sarri kom til Juventus frá Chelsea í fyrra en liðið varð ítalskur meistari undir stjórn hans á dögunu. Sarri hefur hins vegar fengið talsverða gagnrýni á köflum á þessu tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner