Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 07. ágúst 2022 20:28
Brynjar Ingi Erluson
Guardiola: Haaland kallaður flopp eftir Samfélagsskjöldinn
Pep Guardiola
Pep Guardiola
Mynd: EPA
Erling Braut Haaland gerði bæði mörk Man City
Erling Braut Haaland gerði bæði mörk Man City
Mynd: EPA
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, var ánægður með frammistöðuna í 2-0 sigri liðsins á West Ham United í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag.

Erling Braut Haaland gerði bæði mörk Englandmeistaranna en fyrr kom úr vítaspyrnu sem hann fiskaði og svo tvöfaldaði hann forystuna eftir góða sendingu frá Kevin de Bruyne.

„Við skiluðum mjög góðri frammistöðu. Bakverðirnir voru frábærir og líka miðjan og framherjarnir. Við áttum margar góðar sendingar á réttu augnablikunum."

„Stundum spila bakverðirnir utarlega en það fer algjörlega eftir andstæðingnum. Ég vil hafa marka leikmenn á miðsvæðinu, þetta er eins og eldhúsið í íbúðinni. Við viljum skapa eitthvað."

„Á síðasta tímabili þegar við urðum meistarar þá gátum við ekki unnið á þessum velli. Þetta voru bara fyrstu þrjú stigin og við þurfum enn að spila um 111 stig en tilfinningin er sú að við viljum spila svona og svona viljum við gera þetta. Mér leið vel með þetta,"
sagði Guardiola.

Kallaður flopp eftir leikinn gegn Liverpool

Haaland átti erfiðan dag gegn Liverpool í tapinu í Samfélagsskildinum á dögunum en hann klúðraði dauðafæri af stuttu færi og gekk illa að ráða við Virgil van Dijk. Staðan var önnur í dag.

„Haaland var flopp eftir Samfélagsskjöldinn og það var sagt að hann myndi ekki aðlagast ensku úrvalsdeildinni. Allir bestu markaskorararnir eins og Shearer og Lineker voru fæddir til að skora mörk og ég get ekki kennt þessum gaur að gera það."

„Hann mun skapa þvílíka ógn í teignum. Hann hefur aðlagast vel og er einnig að gera það í klefanum með strákunum. Liðið spilaði mjög vel og svo erum við með gæði í honum en hann veit að við getum bætt okkur. Við unnum sem Manchester City og mér líður vel með það."

„Þú getur greint alls konar hluti en sérstaklega með framherja. Hvað skoraði þessi gaur mörg mörk fyrir Salzburg? Svo fór hann til Þýskalands og svo heldur hann áfram að skora fyrir landsliðið. Þessar tölur eru ótrúlegar. Hann skrifaði undir fimm ára samning og vonandi getur hann gert góða hluti hjá þessu félagi,"
sagði Guardiola í lokin.
Athugasemdir
banner
banner