
Það var nú þegar á brattan að sækja í Úlfarsárdalnum þegar Fram tók á móti toppliði Breiðabliks og það skánaði ekki þegar Blikar fengu ódýrt víti strax á 7. mínútu leiks.
„Skrítinn leikur Alexander, mér fannst þetta skrítinn leikur. Mér fannst þetta ódýrt víti, en ef ég væri hinum megin þá myndi ég sennilega vilja víti og Nik vildi örugglega meina að þetta sé víti. Mér fannst þetta alla veganna ekki víti"
„Skrítinn leikur Alexander, mér fannst þetta skrítinn leikur. Mér fannst þetta ódýrt víti, en ef ég væri hinum megin þá myndi ég sennilega vilja víti og Nik vildi örugglega meina að þetta sé víti. Mér fannst þetta alla veganna ekki víti"
Lestu um leikinn: Fram 1 - 6 Breiðablik
Þegar liðin gengu til búningsklefa í hálfleik leið manni eins og leikurinn væri í raun búinn. Breiðablik með tveggja marka forystu og Fram liðið sá ekki til sólar undir lok fyrri hálfleiks.
En Fram stelpurnar mættu vel til leiks í seinni og minnkuðu muninn á 48. mínútu með frábæru einstaklingsframlagi frá Lily Anna Farkas. En svo klára Breiðablik leikinn á 7 mínútna kafla í kjölfarið og kemst í 5-1 og ekki spurt að leikslokum.
„Förum inn í hálfleik og lögum það, vorum mun betri með boltann í seinni hálfleik og skorum frábært mark. Kata tekur snögga aukaspyrnu á Lily (Anna Farkas) sem gerir vel og skorar. Svo kemur fimm mínútna kafli þar sem við hendum leiknum frá okkur. Þú hefur ekki efni á því á móti liði eins og Breiðablik"
Þegar þessi lið mættust síðast vann Breiðablik 7-1 og Fram sat eftir með núll stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar en svo tóku stelpurnar í Grafarvoginum til í sínum málum og unnu í kjölfarið fimm af næstu sex leikjum sínum og vonast Óskar Smári eftir því að endurtaka leikinn.
„Já 100 prósent, við töpuðum fyrstu þrem í fyrri umferðinni og við erum að tapa þrem í röð núna. Við þurftum að grafa djúpt, fórum inn á æfingarsvæðið og gerðum betur, bættum ákveðna hluti og þurfum bara að gera það aftur"
Það vakti athygli hvað hópurinn var óvenju þunnur hjá Fram í kvöld og margir leikmenn frá vegna meiðsla og annað. En er Óskar vongóður um endurheimta þær á næstunni?
„Já það vantaði Olgu, það vantaði Kam, Elainu og Emmu sem við erum að sækja núna. Það vantaði fleiri Sara og Telma eru ekki í dag. Það vantaði mjög margar í dag"
Aðalmarkvörður Fram er núna loksins búin að taka út tveggja leikja bann sem hún fékk fyrir hártog gegn Þrótti í síðustu umferð fyrir hlé og munar um minna.
Hún er okkar aðalmarkvörður og fer beint í liðið, en Þóra Rún stóð sig bara gríðarlega vel. Ég er mjög ánægður með hennar framlag og hennar leik í þessa tvo leiki. Það er ekki hægt að benda á hana og segja að við höfum ekki náð í úrslit út af henni"
Viðtalið heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan
Athugasemdir