Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 07. september 2020 21:25
Ívan Guðjón Baldursson
4. deild: Ýmir úr leik eftir tap gegn GG
Mynd: GG
Ýmir 2 - 4 GG
0-1 Maciej Wladyslaw Maliszewski ('31)
1-1 Birgir Magnússon ('38, víti)
1-2 Jón Unnar Viktorsson ('51)
2-2 Birgir Magnússon ('65, víti)
2-3 Jón Kristján Harðarson ('77)
2-4 Elvar Unndór Sveinsson ('90)
Rautt spjald: Jón Unnar Viktorsson, GG ('81)

Ýmir er úr leik í 4. deildinni eftir tap á heimavelli gegn GG fyrr í kvöld.

Ýmir þurfti sigur eða jafntefli til að hanga í toppbaráttunni en í dag tapaði liðið þrátt fyrir að fá tvær vítaspyrnur dæmdar sér í hag og rautt spjald á leikmann andstæðinganna.

GG komst þrisvar sinnum yfir í leiknum og innsiglaði 2-4 sigur á lokamínútunum.

Þetta þýðir að KFS og ÍH fara í úrslitakeppnina úr A-riðli. ÍH er þremur stigum fyrir ofan Ými fyrir lokaumferðina og með mikið betri markatölu.

Í lokaumferðinni mætir Ýmir Létti í úrslitaleik um þriðja sæti riðilsins.

Það tekur tíma fyrir stöðutöfluna að uppfærast.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner