Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   þri 07. september 2021 23:13
Jóhann Þór Hólmgrímsson
3. deild: Æsispennandi toppbarátta
Cristofer Moises Rolin
Cristofer Moises Rolin
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Tveir leikir voru í 3. deild karla í kvöld. KFG missteig sig í toppbaráttunni en Ægir setti pressu á Höttur/Huginn.

KFG er í 3. sæti en liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Víði sem situr í 7.sæti deildarinnar. Ægir sem situr í 2. sæti vann Dalvík/Reyni 1-0. Dalvík/Reynir er stigi á eftir Víði.

Toppbaráttan er æsispennandi. Þegar tvær umferðir eru eftir er Höttur/Huginn á toppnum stigi á undan Ægi og fjórum stigum á undan KFG.

Ægir getur stimplað KFG út úr toppbaráttunni á laugardaginn er liðin mætast og síðan mætast Ægir og Höttur/Huginn í lokaumferðinni. KFG mætir Sindra í loka umferðinni.

Ægir 1-0 Dalvík/Reynir
1-0 Cristofer Moises Rolin ('57)

KFG 1-1 Víðir
0-1 Jóhann Þór Arnarsson ('45)
1-1 Jóhann Ólafur Jóhannsson ('83)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner