Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 07. september 2021 11:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Elliott dregur sig úr landsliðshópnum
Harvey Elliott.
Harvey Elliott.
Mynd: EPA
Harvey Elliott, ungur leikmaður Liverpool, hefur dregið sig úr enska U21 landsliðshópnum vegna meiðsla.

U21 landslið Englendinga átti að mæta Kosóvó í dag en Elliott verður ekki með í þeim leik.

Elliott, sem er aðeins 18 ára, hefur farið vel af stað á tímabilinu með Liverpool. Hann var á láni hjá Blackburn á síðustu leiktíð þar sem hann fékk að þróa leik sinn.

Það hefur komið í ljós að hann meiddist í 1-1 jafnteflinu gegn Chelsea um þar síðustu helgi.

Það kemur ekki fram hversu lengi Elliott verður frá en hann missir mögulega af leik Liverpool gegn Leeds um næstu helgi.
Athugasemdir
banner
banner
banner