þri 07. september 2021 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Fimm framlengja við Víking
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Knattspyrnudeild Víkings hefur framlengt samninga við fimm leikmenn í meistaraflokki kvenna eftir gott tímabil í Lengjudeildinni.

Allar skrifa þær undir tveggja ára samninga út tímabilið 2023.

Þórhanna Inga Ómarsdóttir og Unnbjörg Jóna Ómarsdóttir eru elstar, fæddar 1994, og eiga báðar vel yfir 50 keppnisleiki að baki fyrir Víking R. og HK/Víking.

Þær voru ekki í lykilhlutverki í sumar en Unnbjörg Jóna hefur tekið þátt í 12 af 17 deildarleikjum Víkings á árinu.

Hinar þrjár eru fæddar 2001. Tara Jónsdóttir, Brynhildur Vala Björnsdóttir og Helga Rún Hermannsdóttir léku hver 10 leiki eða meira í Lengjudeildinni í sumar.

Þær eiga samanlagt rétt tæpa 100 leiki að baki fyrir Víking, þar af á Brynhildur Vala 55 leiki.

„Það er mikið fagnaðarefni fyrir Víking að framlengja samninga við þessa leikmenn en þær eru allar uppaldir Víkingar," segir í færslu Víkings.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner