Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 07. september 2021 09:30
Elvar Geir Magnússon
Fjórmenningarnir rannsakaðir af brasilísku lögreglunni
Mynd: Getty Images
Brasilíska lögreglan er að rannsaka mál ensku úrvalsdeildarleikmannana fjögurra sem spila fyrir argentínska landsliðið. Þeir eru sakaðir um að hafa gefið upp rangar upplýsingar áður en þeir komu til Brasilíu.

Heilbrigðisstarfsmenn létu stöðva leik Brasilíu og Argentínu á sunnudagskvöld, nokkrum mínútum eftir að hann var flautaður á.

Umræddir leikmenn hefðu átt að vera í sóttkví samkvæmt lögum þar sem þeir voru á Englandi sem er á rauðum lista í Brasilíu vegna Covid-19 faraldursins.

Emiliano Martínez og Emi Buendía, leikmenn Aston Villa, og Cristian Romero og Giovani Lo Celso, leikmenn Tottenham, eru leikmennirnir fjórir.

„Við getum staðfest að rannsókn er í gangi vegna gruns um lögbrot með því að gefa upp falsaðar upplýsingar," segir talsmaður brasilísku lögreglunnar en fjórmenningarnir gætu fengið ákæru.

Forráðamenn Tottenham eru reiðir út Lo Celso og Romero sem fóru gegn óskum félagsins með því að fara í þetta verkefni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner