Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 07. september 2021 10:50
Elvar Geir Magnússon
Gerir félög hrædd við að hleypa mönnum í landsleiki
Emiliano Martínez, markvörður Villa og Argentínu.
Emiliano Martínez, markvörður Villa og Argentínu.
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Christian Purslow, framkvæmdastjóri Aston Villa, segir að atburðarásin og óvissan í kringum landsleik Brasilíu og Argentínu muni gera félög hrædd við að hleypa leikmönnum sínum í landsliðsverkefni í framtíðinni.

Leikur Brasilíu og Argentínu var stöðvaður eftir nokkrar mínútur þar sem brasilískir heilbrigðisstarfsmenn komu inn á völlinn og tilkynntu að fjórir leikmenn argentínska landsliðsins ættu að vera í sóttkví.

Allir leikmennirnir fjórir spila í ensku úrvalsdeildinni en fólk frá Englandi þarf að fara í sóttkví þegar það mætir til Brasilíu vegna Covid-19 sóttvarnareglna.

Teir af leikmönnunum eru hjá Aston Villa, Emiliano Martínez og Emiliano Buendía. Aston Villa gaf þeim leyfi til að mæta í verkefnið þrátt fyrir að þeir yrðu skyldugir í tíu daga sóttkví á hóteli við komuna aftur til Englands.

Purslow segir að staðan þurfi að breytast fyrir næsta landsleikjaglugga í október.

„Það sem gerðist á sunnudag var ein furðulegasta atburðarás sem ég hef séð í fótbolta. Ég skil ekki enn hvernig þetta gerðist en þetta var skaðlegt fyrir íþróttina," segir Purslow.

„Við höfðum náð samkomulagi við argentínska knattspyrnusambandið til að leikmenn okkar gætu spilað þessa afskaplegu mikilvægu leiki."

„Það þurfa að koma skýrari reglur fyrir októbergluggann því enginn vill sjá svona endurtaka sig. Þetta gerir alla stjórnendur hrædda við að láta leikmenn sína laus í landsliðsverkefni erlendis þegar ástandið er svona."

Ýmis félög í Evrópu þurfa að spila án lykilmanna þegar deildakeppnirnar fara aftur af stað um næstu helgi. Martínez og Buendía verða ekki með Villa gegn Chelsea á laugardaginn.

Sjá einnig:
Fjórmenningarnir rannsakaðir af brasilísku lögreglunni
Athugasemdir
banner
banner