Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 07. september 2021 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - ÍBV getur tryggt sér sæti í Pepsi Max
U21 tekur á móti Grikklandi
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það eru nokkrir leikir á dagskrá í íslenska boltanum í dag þar sem ÍBV getur tryggt sér sæti í Pepsi Max-deild karla eftir tveggja ára fjarveru.

Eyjamenn eiga þó erfiðan útileik gegn Fjölni, sem skoraði fjögur gegn Kórdrengjum í síðustu umferð. Sigur nægir til að tryggja ÍBV annað sæti deildarinnar.

Íslenska U21 landsliðið á þá heimaleik við Grikkland í undankeppni fyrir EM. Ísland hóf undankeppnina með sigri á Hvíta-Rússlandi en Grikkir eru með fjögur stig eftir tvær umferðir.

Í þriðju deildinni er mikil spenna þar sem Ægir getur komið sér í afar góða stöðu í toppbaráttunni með sigri gegn Dalvík/Reyni. KFG þarf þá sigur gegn Víði en þessi tvö félög eru í harðri toppbaráttu á meðan Dalvík/Reynir og Víðir sigla lygnan sjó.

Að lokum er komið að úrslitaleikjum í 4. deildinni þar sem KH, Vængir Júpíters, Hamar og Kormákur/Hvöt berjast um tvö sæti í þriðju deild.

Liðin gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leikjum sínum og því er allt undir í kvöld. Sigurvegarar kvöldsins fara upp um deild.

Lengjudeild karla
17:30 Fjölnir-ÍBV (Extra völlurinn)

U21 karla - EM 2021 - Landslið
16:00 Kýpur-Liechtenstein (AEK Arena)
17:00 Ísland-Grikkland (Würth völlurinn)

3. deild karla
17:15 Ægir-Dalvík/Reynir (Þorlákshafnarvöllur)
20:00 KFG-Víðir (Samsungvöllurinn)

4. deild karla - úrslitakeppni
17:00 Kormákur/Hvöt-Hamar (Blönduósvöllur)
19:00 Vængir Júpiters-KH (Fjölnisvöllur - Gervigras)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner