Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 07. september 2021 12:28
Elvar Geir Magnússon
Kári og Jói Berg æfa - Albert verður ekki í banni
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í þessum skrifuðu orðum stendur yfir landsliðsæfing á Laugardalsvelli þar sem íslenska liðið gerir sig klárt fyrir landsleikinn gegn Þýskalandi í undankeppni HM.

Leikurinn verður klukkan 18:45 á morgun miðvikudagskvöld.

Allir eru með á æfingunni. Jóhann Berg Guðmundsson og Kári Árnason eru að æfa og einnig Albert Guðmundsson.

Mistök í fjölmiðlaefni UEFA gerði það að verkum að fjölmiðlar greindu frá því að Albert hefði farið í bann eftir gula spjaldið sem hann fékk í 2-2 jafnteflinu gegn Norður-Makedóníu á sunnudaginn.

Albert tók út bann gegn Liechtenstein fyrr á árinu en er löglegur í leiknum á morgun.

Jóhann Berg var ekki með í leiknum á sunnudag en samkvæmt uppýsingum Fótbolta.net var það vitað þegar hann mætti í verkefnið að hann myndi ekki spila alla þrjá leiki landsleikjagluggans.

Fréttamannafundur Íslands hefst um klukkan 13.


Athugasemdir
banner
banner