Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 07. september 2021 20:21
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Keita öruggur á leið til Englands
Mynd: Getty Images
Það urðu skelfilegir atburðir í Gíneu á sunnudaginn en herinn þar í landi gerði tilraun til valdaráns.

Landslið Marokkó var mætt og læst inn á hótelinu sinu en liðið átti að spila gegn Gíneu.

Marokóska landsliðið náði að flýja land í gær en í liði Marokkó eru menn á borð við Romain Saiss leikmaður Wolves, Ilias Chair hjá QPR, Adam Masina og Imran Louza leikmenn Watfrod.

Fyrirliði Gíneu er miðjumaðurinn Naby Keita sem leikur með Liverpool. Hann komst með flugi í dag frá Gíneu og er á leið til Liverpool heill á húfi.

Liverpool mætir Leeds á Elland Road á sunnudaginn.
Athugasemdir
banner
banner