þri 07. september 2021 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
McKennie sendur heim fyrir brot á sóttvarnarreglum
Mynd: EPA
Bandaríski miðjumaðurinn Weston McKennie tekur ekki þátt í landsleik Bandaríkjanna gegn Hondúras í undankeppni HM á miðvikudaginn eftir að hafa brotið sóttvarnarreglur bandaríska landsliðsins.

McKennie verður þess í stað sendur aftur til Ítalíu þar sem hann getur hafið undirbúning fyrir næsta leik með Juventus.

„Við búumst við miklu af landsliðsmönnum Bandaríkjanna og til þess að ná árangri er mikilvægt að allir í liðinu séu ábyrgir fyrir gjörðum sínum," sagði Gregg Berhalter landsliðsþjálfari í yfirlýsingu.

McKennie missti einnig af síðasta leik gegn Kanada vegna brotsins og baðst opinberar afsökunar með færslu á Instagram.

Bandaríkin eru aðeins með tvö stig eftir tvær umferðir, eftir jafntefli við Kanada og El Salvador í tveimur fyrstu umferðunum.

„Ég er miður mín yfir þessu. Ég mun fylgjast með strákunum og vona að ég geti tekið þátt í næsta landsliðsverkefni," skrifaði McKennie meðal annars á Instagram.

Giovanni Reyna, Zack Steffen og Sergino Dest eru heldur ekki til taks fyrir leikinn gegn Hondúras sem fer fram á aðfaranótt fimmtudags.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner