Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 07. september 2021 16:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndir: Fyrsti æfingadagur Ronaldo eftir félagaskiptin
Ronaldo á æfingu.
Ronaldo á æfingu.
Mynd: Getty Images
Portúgalska ofurstjarnan mætti í dag í fyrsta sinn til æfinga hjá Manchester United eftir félagaskipti sín frá Juventus.

Ronaldo, sem er einn besti fótboltamaður allra tíma, hefur undanfarin ár spilað með Juventus á Ítalíu og Real Madrid á Spáni.

Hann sló í gegn með Man Utd frá 2003 til 2009 og ákvað félagið að kaupa hann aftur - þegar það tækifæri bauðst - seint í sumar fyrir 28 milljónir evra.

Ronaldo hefur fimm sinnum unnið Ballon d’Or gullknöttinn og er með yfir 30 stóra titla á ferilskrá sinni. Þar á meðal eru fimm sigrar í Meistaradeild Evrópu, fjórir heimsmeistaratitlar félagsliða, sjö deildarmeistaratitlar á Englandi, Spáni og Ítalíu, og Evrópumeistaratititill með Portúgal.

Hér að neðan má sjá myndband og nokkrar myndir af Ronaldo á æfingasvæði Manchester United í dag.





Athugasemdir
banner