Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 07. september 2021 23:38
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ósáttur við umfjöllunina: Menn þurfa að fá sína smelli á fréttirnar
Lengjudeildin
Ási Arnars
Ási Arnars
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þjálfaði lið Fjölnis á árunum 2005-2011 og 2019-2021
Þjálfaði lið Fjölnis á árunum 2005-2011 og 2019-2021
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásmundur Arnarsson er að hætta sem þjálfari Fjölnis eftir að hafa þjálfað meistaraflokk karla þetta tímabilið og síðustu tvö á undan. Fjölnir tilkynnti á sunnudag að samstarfinu væri að ljúka.

Ekki er vitað hver tekur við þjálfun liðsins og formaður Fjölnis sagði í dag að stjórnin hefði ekki hafið neinar viðræður.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net gæti Eiður Benedikt Eiðsson verið næsti þjálfari liðsins og þá kemur Ágúst Gylfason, fyrrum þjálfari félagsins, sterklega til greina.

Á dögunum var Ási orðaður við þjálfarastarfið hjá kvennaliði Breiðabliks. Ási var til viðtals hér á Fótbolta.net í dag og var spurður út í tilkynningu sunnudagsins. Í svörum Ása kemur fram að hann sé ósáttur við umfjöllunina.

Greinarnar sem Ási vísar í:
Framtíð Eiðs óljós - Tekur hann við Fjölni? (26. ágúst)
Ási Arnars orðaður við kvennalið Breiðabliks (27. ágúst)

Hvernig kemur það til að samstarfinu er að ljúka?

„Þetta er eiginlega pínu báðir aðilar [stjórn og Ási sjálfur]. Ef ég á að segja þér alveg eins og er þá er það kannski... allt í einu komu einhverjar fréttir á einhverjum miðli, Fótbolti.net kom með einhverja fréttir. Þá var búið að ráða einhvern annan þjálfara hér og ég var að fara eitthvað annað," sagði Ási.

„Báðir aðilar, bæði ég og stjórnin, komu af fjöllum með þessi mál en það kannski ýtti okkur í það að tala saman. Úr því samtali varð að það væri bara heillavænlegast að segja þetta gott. Þrjú ár núna og sjö ár á undan; tíu ár hér. Það er bara ágætt, fínt að fá nýja rödd og allt það. Mér líður vel hérna og það er gott fólk sem ég er að vinna fyrir þannig það eru engin illindi eða leiðindi eða neitt svoleiðis."

„Ástæðan fyrir tilkynningunni er sú að eftir þessar fréttir þá var maður ekkert látinn í friði. Það var stanlaust verið að spyrja, spá og spegúlera og þá er bara betra að planið sé á hreinu. Það var ekkert í gangi áður en þetta birtist."


Ertu ósáttur við þessa umfjöllun?

„Já, mér finnst þetta fúlt. Ég hefði persónulega viljað bara fá frið til þess að klára mótið og allt það en menn þurfa að fá sína smelli á fréttirnar og reyna búa eitthvað til. Það er svekkjandi með þessa umræðu að við getum ekki bara fókusað á það sem skiptir máli."

Ef að þér býðst að taka við þjálfun kvennaliðs Breiðabliks, ertu að fara segja já við því?

„Það verður bara að koma í ljós. EF að það verður upp á borðinu þá skoða ég það bara eins og annað, ef það er eitthvað þannig. Eins og er þá er það bara þessi ákvörðun sem hefur verið tekin, að það verður ekkert framhald hér. Hvað verður, verður bara að koma í ljós," sagði Ásmundur að lokum.

Viðtalið í heild má sjá hér að neðan.

Sjá einnig:
Ási Arnars: Bara frétt fyrir mig eins og aðra! (28. ágúst)
Gústi Gylfa aftur í Grafarvoginn? - Ásatug að ljúka (7. september)
„Þú ættir að labba þarna út á, þetta er bara grín"
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner