Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 07. september 2021 22:22
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Passa bandið á meðan Binni er í burtu" - Mikill heiður fyrir mig
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska u21 landsliðið gerði 1-1 jafntefli gegn Grikklandi í dag.

Kolbeinn Þórðarson skoraði mark Íslands en hann bar fyrirliðabandið í dag.

Hann tók við fyrirliðabandinu af Brynjólfi Willumssyni sem þurfti að fara meiddur af velli eftir aðeins 5 mínútna leik gegn Hvíta-Rússlandi um helgina.

Kolbeinn var til viðtals við Fótbolta.net eftir leikinn í kvöld. Hann sagði það mikinn heiður að vera fyrirliði.

„Það er mikill heiður fyrir mig. Hundleiðinlegt fyrir okkur alla að sjá Binna fara útaf eftir 15 sekúndur í fyrsta leik, það var sjokk. Binni er frábær fyrirliði og ég passa þetta á meðan hann er í burtu," sagði Kolbeinn.
Kolbeinn Þórðar um markið: Það var gott front spin á þessu
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner