banner
   þri 07. september 2021 18:23
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Pique: Fólk þarf að sýna meiri samúð
Mynd: Getty Images
Gerard Pique hefur komið liðsfélaga sínum Samuel Umtiti til varnar eftir að sá síðarnefndi hefur orðið fyrir miklu aðkasti fyrir að vilja ekki yfirgefa félagið.

Umtiti hefur verið beðinn um að fara en félagið er í miklum fjárhagsvandræðum.

Eins og frægt er orðið missti félagið Lionel Messi þar sem þeim tókst ekki að semja við hann um nýjan samning.

Félagið vildi rifta samningi sínum við Umtiti en hann neitaði. Stuðningsmenn liðsins eru ekki sáttir með hann og bauluðu meðal annars á hann er hann hitaði upp á hliðarlínunni í leik á dögunum.

Gerard Pique fyrirliði Barcelona tjáði sig um málið og segir að stuðningsmenn þurfi að sýna meiri samúð.

„Umtiti er að gera allt sem hann á aðgera, viðhorfið hans er óaðfinnanlegt. Hann hefur ekki misst af einni æfingu. Hver gaf honum samning? Forseti sem var kosinn af aðdáendunum. Af hverju eru þeir að baula á hann? Fólk þarf að sýna meiri samúð," sagði Pique.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner