Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 07. september 2021 09:00
Elvar Geir Magnússon
Rice enn á blaði Man Utd - Liverpool horfir til Soler
Powerade
Declan Rice.
Declan Rice.
Mynd: Getty Images
Carlos Soler er orðaður við Liverpool.
Carlos Soler er orðaður við Liverpool.
Mynd: Getty Images
Emiliano Martínez er orðaður við Atletico Madrid.
Emiliano Martínez er orðaður við Atletico Madrid.
Mynd: EPA
Griezmann tók á sig launalækkun.
Griezmann tók á sig launalækkun.
Mynd: EPA
Rice, Soler, Asensio, Pogba, Van de Beek, Ramsey, Foden, Adeyemi og fleiri í slúðurpakka dagsins. BBC tók saman.

Declan Rice (22) er enn á blaði hjá Manchester United þrátt fyrir að félagið hafi ákveðið að gera ekki tilboð í þennan miðjumann West Ham og enska landsliðsins í sumar. (ESPN)

Liverpool er að skoða möguleika á að fá spænska miðjumanninn Carlos Soler (24) hjá Valencia. Soler er með 125 milljóna punda riftunarákvæði í samningi sínum og Jurgen Klopp horfir til Soler sem mögulegan arftaka fyrir hollenska miðjumanninn Georginio Wijnaldum (30) sem fór til Paris St-Germain á frjálsri sölu í sumar. (Fichajes)

Liverpool hefur einnig áhuga á spænska sóknarmanninum Marcos Asensio (25) sem er tilbúinn að yfirgefa Real Madrid til að endurræsa feril sinn. (Todofichajes)

Liverpool, Barcelona og Bayern München hafa öll áhuga á Karim Adeyemi (19), framherja Red Bull Salzburg, sem skoraði í sínum fyrsta landsleik fyrir Þýskaland á sunnudag. (Bild)

Umboðsmaður Donny van de Beek (24), miðjumanns Manchester United, segist hafa fundað um möguleg skipti til Everton í sumar. (Express)

Van de Beek segir að Ole Gunnar Solskjær hafi viljað halda sér á Old Trafford en hann ræddi við stjórann um framtíð sína. (Vibe with Five)

PSG hefur snúið athygli sinni að Franck Kessie (24), miðjumanni AC Milan og Fílabeinsstrandarinnar. Franska félagið telur að Paul Pogba (28) vilji helst fara til Real Madrid næsta sumar. (Defensa Central)

Tottenham hefur einnig áhuga á Kessie og gæti verið tilbúið að láta franska miðjumanninn Tanguy Ndombele (24) á móti. (Express)

Inter er að vinna í að gera nýja samninga við argentínska sóknarmanninn Lautaro Martínez (24) og ítalska miðjumanninn Nicolo Barella (24). (Fabrizio Romano)

Launakröfur Mohamed Elneny (29), miðjumanns Arsenal, koma í veg fyrir skipti til Besiktas. Elneny var á láni hjá Besiktas 2019-20 tímabilið. (TalkSport)

Velski miðjumaðurinn Aaron Ramsey (30) hafnaði mörgum tilboðum í sumar til að vera áfram hjá Juventus þar sem hann er ákveðinn í að komast í byrjunarliðið. (Calciomercato)

Phil Foden (21) mun fá tilboð um nýjan sex ára samning hjá Manchester City. Foden á þrjú ár eftir af núgildandi samningi sínum. (Manchester Evening News)

Atletico Madrid gæti gert tilboð í argentínska markvörðinn Emiliano Martínez (29) hjá Aston Villa ef slóvenski landsliðsmaðurinn Jan Oblak (28) yfirgefur Spánarmeistarana næsta sumar. (La Razon)

Franski framherjinn Antoine Griezmann (30) tók á sig 40% launaskerðingu til að ganga aftur í raðir Atletico frá Barcelona í sumar. (Goal)

Manchester City og PSG eru tvö af þeim félögum sem fylgjast með Theo Hernandez (23), vinstri bakverði AC Milan og Frakklands. (Calciomercato)

Inter hefur áhuga á að fá franska miðjumanninn Corentin Tolisso (27) á frjálsri sölu þegar samningur hans við Bayern München rennur út næsta sumar. (Tuttosport)

Daniel Sturridge (32) skoraði í æfingaleik með Mallorca en enski sóknarmaðurinn vonast eftir samningi. Hann hefur verið án félags síðan hann yfirgaf Trabzonspor í mars 2020. (Mirror)

Franski miðjumaðurinn Aliou Traore (20) hefur gengið í raðir Parma á frjálsri sölu eftir að hafa verið látinn fara frá Manchester United í sumar. (Fabrizio Romano)

Neymar (29) fær 465 þúsund pund á mánuði í tryggðargreiðslur í óvenjulegum samningi sínum við PSG. Hann hefur kostað franska félagið meira en 419 milljónir punda síðan hann var keyptur á metfé frá Barcelona 2017. (Mundo Deportivo)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner