þri 07. september 2021 21:29
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sturluð tölfræði Memphis á árinu
Mynd: EPA
Holland vann öruggan 6-1 sigur á Tyrklandi í undankeppni HM í kvöld.

Memphis Depay leikmaður Barcelona og hollenska landsliðsins átti stórleik en hann skoraði þrennu. Þetta var fyrsta þrennan sem hann skorar fyrir landsliðið.

Ekki nóg með það heldur skoraði hann sitt 33. landsliðsmark og er hann því búinn að jafna Johan Cruyff í 9. sæti yfir flest landsliðsmörk fyrir Holland.

Memphis er búinn að eiga alveg ótrúlegt ár en hann hefur skorað 41 mark í 38 leikjum yfir árið 2021. Hann gekk til liðs við Barcelona í sumar þar sem hann er kominn með 5 mörk í 7 leikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner