Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   þri 07. september 2021 11:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýska liðið æfir ekki á Laugardalsvelli
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þýska landsliðið mun ekki æfa á Laugardalsvelli fyrir leikinn gegn Íslandi í undankeppni HM á morgun.

Andstæðingar Íslands æfa vanalega á Laugardalsvelli fyrir leiki á vellinum en Þjóðverjar ætla að gera undantekningu.

Það var haldinn fréttamannafundur í gegnum Zoom í dag og mun þýska liðið æfa á sínu æfingasvæði í Þýskalandi áður en liðið ferðast til Íslands.

Þjóðverjar hafa ekki einu sinni óskað eftir því að fá að skoða völlinn fyrir leikinn.

Leikurinn er 18:45 annað kvöld og er uppselt á hann.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner