þri 07. september 2021 18:53
Jóhann Þór Hólmgrímsson
U21: Kolbeinn skoraði í jafntefli gegn Grikklandi
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ísland U21 1 - 1 Grikkland U21
1-0 Kolbeinn Þórðarson ('37 )
1-1 Fotios Ioannidis ('45 )

Lestu um leikinn

Íslenska u21 landsliðið gerði jafntefli gegn Grikklandi í undankeppni EM í kvöld.

Kolbeinn Þórðarsson kom Íslandi yfir á 37. mínútu en markvörður Grikklands hefði kannski átt að gera betur.„Atli Barkarson fær boltann fyrir utan teig vinstra megin, gefur boltan til baka á Kolbein sem reynir skot frá 30 metrum nánast, skotið er fast og beint á markið en markmaður Grikkja bara missir boltann inn, hræðileg mistök en hverjum er ekki sama??" Skrifaði Arnar Laufdal Arnarsson í beinni textalýsingu.

Grikkir jöfnuðu undir lok fyrri hálfleiks. Langur fram á Fotios sem keyrir inn á teiginn og á skot sem Elías ver inn.

Ísland er því með fjögur stig í 3. sæti riðilsins. Kýpur er á toppnum en þeir völtuðu yfir Liechtenstein fyrri í dag 6-0.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner