Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
banner
   þri 07. september 2021 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Undankeppni HM í dag - Finnland á toppslag í Frakklandi
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það er nóg um að vera í undankeppni HM í kvöld og fer fjörið af stað klukkan 16:00 þegar Aserbaídsjan tekur á móti Portúgal í A-riðli.

Portúgal deilir toppsæti riðilsins með Serbíu en Aserbaídsjan er á botninum með eitt stig ásamt Írlandi. Lúxemborg er í þriðja sæti með sex stig.

Í D-riðli er svo toppslagur í Frakklandi þar sem ríkjandi heimsmeistarar taka á móti Finnum en bæði þessi lið eru taplaus, rétt eins og Úkraína sem er búið að gera fimm jafntefli.

Danir eru með fullt hús stiga í F-riðli og eiga toppslag við Ísrael í kvöld á meðan Austurríki og Skotland eigast við í mikilvægum slag og geta blandað sér í baráttuna um annað sætið með sigri. Færeyjar eiga botnslag við Moldóvu, bæði lið eru með eitt stig eftir innbyrðis jafntefli.

Noregur á heimaleik við smáþjóð Gíbraltar á meðan Holland mætir Tyrklandi í stórleik í G-riðli. Aðeins eitt stig skilur Tyrki, Hollendinga og Norðmenn að eftir fimm umferðir og því gríðarlega mikilvægur toppslagur framundan í Hollandi.

Að lokum á Króatía nágrannaslag við Slóveníu í H-riðli á meðan Rússland tekur á móti Möltu. Króatía og Rússland deila toppsætinu með 10 stig eftir 5 umferðir, Slóvenía fylgir þremur stigum á eftir.

A-riðill
16:00 Aserbaídsjan - Portúgal (Stöð 2 Sport 2)
18:45 Írland - Serbía

D-riðill
18:45 Bosnía Hersegóvína - Kasakstan
18:45 Frakkland - Finnland (Stöð 2 Sport 2)

F-riðill
18:45 Austurríki - Skotland
18:45 Danmörk - Ísrael
18:45 Færeyjar - Moldóva

G-riðill
18:45 Svartfjallaland - Lettland
18:45 Holland - Tyrkland
18:45 Noregur - Gíbraltar

H-riðill
18:45 Króatía - Slóvenía
18:45 Rússland - Malta
18:45 Slóvakía - Kýpur
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner